Hafrafell SU 65 var aflahæst krókaaflamarksbáta á fiskveiðiárinu 2022 / 2023. Heildarafli alls 2 509 tonn. Hafrafellið er 29,37 brt og 13,56 m að lengd. Ótrúlegar aflatölur hjá ekki stærri bát.
Afli Hafrafells er sá mesti sem krókaaflamarksbátur hefur borið að landi á einu fiskveiðiári.
Á bátnum eru tvær fjögurra manna áhafnir sem róa tvær vikur í senn. Skipstjórar eru Andrés Pétursson og Ólafur Svanur Ingimundarson.
Landssamband smábátaeigenda óskar þeim og áhöfnum þeirra til hamingju með einstakan árangur.
Myndin er tekin 15. nóvember 2019. Í texta með myndinni stendur: Línubáturinn Hafrafell SU 65 kom til löndunar í gær með um 15 tonn. Aflanum var landað beint inn í frystihús LVF og unninn samdægurs. Ferskara getur það varla orðið. Báturinn hélt aftur til veiða í nótt eftir stutt löndunar og brælustopp.