Hafrannsóknastofnun boðar til ráðstefnu

„Hafsbotn og lífríki hans er yfirskrift ráðstefnu sem Hafrannsóknastofnun hefur boðað til nk. þriðjudag 25. febrúar.  Fjölmörg erindi verða flutt jafnt af íslenskum og erlendum vísindamönnum.   Meðal þeirra eru:
  • Ásgeir Gunnarsson:  Hrygningarsvæði steinbíts á Látragrunni
  • Guðrún Helgadóttir:  Landslag hafsbotns á Íslandsmiðum
  • Haraldur A. Einarsson:  Hver eru áhrif veiðarfæra á hafsbotn?
  • Valur Bogason:  Lífshættir sandsílis
Ráðstefnan er haldinn í ráðstefnusal Sjávarútvegshússins að Skúlagötu 4 og hefst kl 09:00 með setningarávarpi Sigurðar Inga Jóhannssonar sjávarútvegs- og landbúnðarráðherra.
Ráðstefnan er öllum opin og eru félagsmenn hvattir til að fjölmenna.
Dagskrá:  
                Hafsbotnoglifrikihans-dagskra.pdf