Hafrannsóknastofnun svarar LS

Þann 10. júní sl. sendi Landssamband smábátaeigenda Hafrannsóknastofnun erindi þar sem óskað var svara við spurningum sem vaknað höfðu við lestur á nýútkominni skýrslu um nytjastofna sjávar 2015/2016 og aflahorfur 2016/2017.
Stofnuni brást fljótt við erindinu sem gerði LS kleift að nýta sér efni þess á fundi með sjávarútvegsráðherra þann 14. júní.
Meðal þess sem fram kemur í svari Hafrannsóknastofnunar er að ekki er vitað um ástæður þess að yngstu þorskárgangarnir eru farnir að missa þyngd.  Lægri meðalþyngd nú – einkum á 5 ára fiski (2011 árgangi) – er aðalástæðan fyrir að veiðistofn mælist nú lægri en í fyrra.
Í skjalinu sem hér fylgir hafa svör Hafrannsóknastofnunar verið felld inn í bréf LS.