Hafró leggur til 424% aukningu í loðnu

Á grundvelli 3. mælingar á yfirstandandi fiskveiðiári á stærð veiðistofns loðnu hefur Hafrannsóknastofnun lagt til að heildaraflamark í loðnu verði aukið um 242 þúsund tonn.  
Leiðangurinn sem hér er vitnað til var farinn 3. – 11. febrúar aðeins hálfum mánuði eftir að niðurstöður mælinga sýndu að heildaraflamark yrði aðeins 57 þús. tonn.  Nú hefur stofnunin ákveðið að leggja til að heildaraflamark á fiskveiðiárinu verði 299 þúsund tonn.  Aukning um 424%.
L.jpg
Stærð veiðistofns loðnu er því ekki 446 þúsund tonn eins og hann var mældur 11. – 20. janúar, heldur 810 þúsund tonn á grundvelli síðustu mælinga. 
Hér er um góðar fréttir að ræða og freistandi að stofnunin fari í enn einn leiðangurinn eftir hálfan mánuð.   Enda greinilegt að fyrri mælingar hafa ekkert gildi lengur.