Hafró – þorskur út um allt

Birtar hafa verið niðurstöður úr Stofnmælingu botnfiska – marsrall Hafrannsóknastofnunar.  Segja má að Íslendingar eigi góð ár framundan hvað okkar verðmætustu tegund áhrærir – þorskinn.   Þorskafli í rallinu var góður allt í kringum landið.
Screen Shot 2016-04-20 at 14.26.16.png
Screen Shot 2016-04-20 at 12.19.07.png
Vísitölur síðustu tveggja ára og ársins 2012 eru þær hæstu í 32 ára sögu rallsins.  Þegar skoðað er 19 ára tímabil 1990 – 2008 er vísitalan nú og í fyrra tvöfalt hærri en þá að undanskildum árunum 1998 og 2004.  
Screen Shot 2016-04-20 at 14.06.36.png
Auk þessa er það sérstakt ánægjuefni að allt bendir til að stærð árgangs 2015 gefi 2014 lítt eftir, en fara þurfti aftur til ársins 1984 til að finna stærri árgang.  Það má því segja að útlitið er bjart varðandi þorskinn og vonandi að aðilar fari að sjá þrjá sem upphafstölu í tillögum stofnunarinnar um heildarafla.