Birt hefur verið skýrsla um fiskveiðar innan Evrópusambandsins fyrir árið 2014. Ánægjuleg þróun hefur orðið hvað varðar afkomuna á undanförnum árum. Heildarhagnaður jókst um 20% milli ára.
Heildartekjur fiskveiðiflota Evrópusambandsins nam alls 7,2 milljörðum evra á árinu 2014, þar af voru tekjur af seldum afla 7,1 milljarður (1.100 milljarðar ISK). Heildarhagnaður varð 1,6 milljarðar (247 ISK) sem skilar reiknaðri EBITDA í 22%.
Þess má geta að heildarhagnaður fiskveiða hér við land á árinu 2014 nam 29 milljörðum, EBITDA það ár var 20% og aflaverðmæti 136 milljarðar.
Spár gera ráð fyrir að fiskveiðar hjá löndum Evrópusambandsins skili svipuðu aflaverðmæti 2015 en það aukist árinu 2016. Hagnaður og þar með EBITDA aukist hins vegar bæði árin og verði komin yfir 30% á árinu 2016.
Alls var á árinu 2014 veitt úr 28 fiskistofnum sem metnir eru sjálfbærir, en á árinu 2013 voru þeir 30, eða 7 fleiri en á árinu 2012. Þróunin virðist vera í rétta átt þ.s. árið 2008 voru fiskistofnar sem töldust sjálfbærir aðeins 15.