Hagur veiða og vinnslu 2019

Hagstofan hefur gefið út „Hagur veiða og vinnslu 2019.   Þar kemur m.a. fram að akoma ársins 2019 er nokkru betri en hún var á árinu 2018.
Í samantekt ritsins kemur m.a. eftirfarandi fram:
„Hagnaður fyrirtækja í fiskveiðum og vinnslu fyrir afskriftir, fjármagnskostnað og tekjuskatt (verg hlutdeild fjármagns, EBITDA) sem hlutfall af heildartekjum sjávarút- vegs hækkaði milli áranna 2018 og 2019. Frá árinu 2018 hækkaði hlutfallið (án milliviðskipta) úr 25,2% í 30,6%, það hækkaði í fiskveiðum úr 18% árið 2018 í 23,1% af tekjum árið 2019 og hækkaði í fiskvinnslu úr 14,8% í 15,9%. 
  
Afkoma smábáta var góð á árinu 2019.  Í inngangi er eftirfarandi að finna um hag þeirra:
„Afkoma smábáta batnaði frá árinu 2018. Alls voru 783 smábátar að veiðum og öfluðu tæplega 20 þúsund tonna að verðmæti rúmlega 5,7 milljarða króna. Af þessum 783 smábátum voru 503 bátar, flestir minni en 10 brúttótonn, við strandveiðar á árinu 2019. Afli þeirra var um 10.300 tonn og aflaverðmætið rúmlega 3,1 milljarður króna. EBITDA strandveiðanna árið 2019 var 19,2%. EBITDA annarra báta undir 10 tonnum á almennum veiðum var 20,9%. Í töflu 10 er sýnt rekstraryfirlit strand- veiðibáta ásamt rekstraryfirliti báta undir 10 brúttótonnum.