29. aðalfundi lauk með kosningu formanns. Nýr formaður Landssambands smábátaeigenda er Halldór Ármannsson.
Kosningin var hnífjöfn, Halldór hlaut 26 atkvæði og Þorvaldur Garðarsson 24.
Halldór er fyrrverandi formaður Reykjaness – félags smábátaeigenda á Suðurnesjum og hefur verið í stjórn landssambandsins frá 2006 þar af varaformaður sl. ár.
Halldór gerir út og er skipstjóri á krókaaflamarksbátnum Guðrúnu Petrínu GK-107 og Stellur GK-23.
Hamingjuóskir til Halldórs og honum óskað velfarnaðar sem formaður Landssambands smábátaeigenda.