Halldór Ármannsson nýr formaður LS

29. aðalfundi lauk með kosningu formanns.  Nýr formaður Landssambands smábátaeigenda er Halldór Ármannsson.  
Kosningin var hnífjöfn, Halldór hlaut 26 atkvæði og Þorvaldur Garðarsson 24.
HÁrm.jpg
Halldór er fyrrverandi formaður Reykjaness – félags smábátaeigenda á Suðurnesjum og hefur verið í stjórn landssambandsins frá 2006 þar af varaformaður sl. ár.
Halldór gerir út og er skipstjóri á krókaaflamarksbátnum Guðrúnu Petrínu GK-107 og Stellur GK-23.
Hamingjuóskir til Halldórs og honum óskað velfarnaðar sem formaður Landssambands smábátaeigenda.