Handfæri undanskilin hrygningarstoppi ( 1. apríl )

Uppfærsla 2. apríl: Fréttin var skrifuð í tilefni af 1. apríl en sá hluti fréttarinnar sem snýr að í hvaða rannsókn Hafró vísar í og hvernig hún var gróflega framkvæmd, er sannur þótt ótrúlega hljómi.
Gefin hefur verið út reglugerð til breytinga á reglugerð er varðar friðun á hrygningartíma þorsks og skarkola. Breytingin felur í sér að handfæraveiðar verða núna undanskildar í hrygningarstoppi.
Eins og og flestir kannast við sem fylgst hafa með fréttum á vefsíðu LS, þá var beiðni LS um að undanskilja handfæraveiðar frá hrygningastoppi synjað. Þar var vísað í svar frá Hafró við erindinu þar sem fram kom að rannsóknir hafi sýnt fram á að þorskur sem verður fyrir truflun yfir það tímabil sem hrygning stendur yfir, fælist af hrygningarslóð og komi ekki aftur til hrygningar. Einnig var vísað í að samskonar friðanir eigi sér stað við austurströnd norður Ameríku og yfir mun lengra tímabil. Því væri jafnvel tilefni til að lengja hrygningarstoppið við Ísland.
LS bað um að fá upplýsingar um hvaða svæði væri um að ræða og hvaða rannsóknir bentu til þess að þorskurinn hætti við að hrygna við skark veiðarfæra.
Kom í ljós að svæðið sem um ræðir og var lokað til friðunar hrygningarþorks við austurströnd norður Ameríku var einungis 4 x 5,5 km að stærð og það sama og notað var til að gera vísindalega rannsókn á áhrifum veiðarfæra á hegðun þorsks.
Hin vísindalega rannsókn sem Hafró vísaði í fór þannig fram að 10 þorskar voru dregnir upp af 50 metra dýpi með handfærum, þeir skornir upp og í þá græddir sendar sem áttu að gefa frá sér merki til að greina staðsetningu og hreyfingar fiskana innan þessa 22 ferkílómetra svæðis sem á voru 4 móttakarar til að fylgjast með fiskunum.
Af óskiljanlegum ástæðum hurfu strax á fyrsta degi 4 þorskanna og þeir 6 sem eftir voru hreyfðu sig nánast ekkert frá þeim stað sem þeim var sleppt frá.
Á 4 degi brá svo við að netavertíð hófst á svæðinu og 2 af þeim 6 fiskum sem voru að jafna sig eftir það inngrip að vera dregnir upp með handfærum og skornir upp, fór að ranka við sér og sýndu í einn dag aukna hreyfingu.
Þessi tíðindi leiddi til þeirrar vísindalegu niðurstöðu að veiðarfæri fældu fiskana í burtu.
Við yfirlestur á þessari rannsókn komst Hafró að sömu niðurstöðu og LS, að rannsóknin væri algerlega ómarktæk auk þess sem stærð svæðisins sem vísað var til nam 1 á móti 500 þúsund af stærð friðunarsvæðis hrygningarstopps við Ísland.
Í ljósi þessa hefur Hafró breitt afstöðu sinni til hrygningarstopps á handfæri og ráðuneytið hefur nú undanskilið handfæri í nýrri reglugerð um hrygningarstopp. 
Vinsamlega athugið dagsetningu þessarar fréttar. 
Screen Shot 2019-04-01 at 17.23.12.png
Svæðið sem um er að ræða austan við Boston.
Screen Shot 2019-04-01 at 17.22.55.png
Svæðið og staðsetning móttakara til að fylgjast með þorskum að jafna sig eftir skurðaðgerð 🙂
Vinsamlega athugið dagsetningu þessarar fréttar.