Á nýliðnu ári veiddu íslensk skip alls 1.366 þús. tonn sem er 6% minna en á árinu 2012. Alls voru veidd 469 þús. tonn af botnfiski sem er 8,5% aukning milli ára, en uppsjávarafli (loðna, síld, kolmunni, makríll) dróst saman um 12,4%.
Helmingur botnfisksaflans var þorskur 236,2 þús. (15,3% meira en 2012), af ufsa voru veidd 57,4 þús tonn (12,6%), karfi 51,1 þús. tonn (19,1%) og af ýsu veiddust 45,6 þús. tonn (-4,5%).
Af uppsjávarfiski voru veidd 872 þús tonn á árinu 2013 sem er 123 þús tonnum minna en íslensk skip veiddu 2012. Mest var veitt af loðnu 454 þús. tonn (586 þt á árinu 2012), af síld voru veidd 157 þús. tonn (193), makrílaflinn var nánast óbreyttur milli ára 154 þús. tonn (152) og af kolmunna voru veidd 107 þús. tonn (64).
Unnið upp úr bráðabirgðatölum Fiskistofu