Eins og komið hefur fram í fréttum hefur þorsk- og ýsuveiði verið með ólíkindum það sem af er þessu fiskveiðiári. Af því tilefni hefur LS tekið saman kvótastöðu í ýsu og þorski hjá króka- og aflamarksskipum. Samantektin nær til sjö fyrstu mánaða hvers fiskveiðiárs, 1. september 2018 til og með 31. mars 2023.
Skoðuð var úthlutun samkvæmt aflahlutdeild og við hana bætt flutningur milli ára og sérstakar úthlutanir (ath. úthlutun nær aðeins til 1. apríl á yfirstandandi fiskveiðiári). Í þorski námu þessar heimildir 198 þúsund tonnum og í ýsu 60,3 þúsund tonnum.
Þorskur
Þorskveiðiheimildir minnkuðu um 10,1% milli ára sem jafngilti 22 þúsund tonnum. Sambærilegar tölur hjá krókaaflamarksbátum eru -12,3% um fimmþúsund tonn og hjá skipum á aflamarki voru tölurnar -9,6% rúm 17 þúsund tonn.
Þann 1. apríl var búið að veiða 144 þúsund tonn, 74% af heimildunum sem hærra en sl. fjögur ár þar á undan. Lægst fór hlutfallið á þessu fimm ára tímabili í 65% á fiskveiðiárinu 2019/2020. Krókaaflamarksbátar höfðu veitt 26,8 þúsund tonn eða 78% af heimildunum og aflamarksskip 117,3 þúsund tonn, 73%.
Krókaaflamark
Aflamark
Ýsa
Heimildir í ýsu jukust um 38,7% milli ára sem jafngilti um 17 þúsund tonnum. Sambærilegar tölur hjá krókaaflamarksbátum eru 28,3% rúm tvöþúsund tonn og hjá skipum á aflamarki voru tölurnar 41,1% rúm 14,5 þúsund tonn.
Þann 1. apríl var búið að veiða 43,9 þúsund tonn, 73,4% af heimildunum. Það er jafnhátt hlutfall og á árinu 2021/2022. Lægst fór veiðihlutfall þessa fimm ára tímabils í 63% á fiskveiðiárinu 2018/2019. Krókaaflamarksbátar höfðu veitt 8,4 þúsund tonn það er 81% af og aflamarksskip 35,5 þúsund tonn 71%.
Krókaaflamark
Aflamark