Athygli er vakin á árlegu hrygningarstoppi. Það hófst í dag 1. apríl með lokun svæðis með Suðurströndinni mjótt belti vestur um og norður að Skorarvita. Verði engar breytingar gerðar eins og LS hefur óskað eftir munu veiðisvæði lokast eitt af öðru á næstu vikum. Formlega lýkur stoppinu 15. maí þegar opnað verður fyrir veiðar í Húnafirði.
Hrygningarstoppið nú er það 29. í samfelldri röð þess, en því var fyrst komið á árið 1992.
Fundað með sjávarútvegsráðherra
Á fundi forsvarsmanna LS með Kristjáni Þór Júlíussyni sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra fyrr í dag var ítrekuð beiðni félagsins um hrygningarstopp. Farið hafði verið fram á að það yrði ekki að þessu sinni.
Þar sem ráðherra hafði ekki orðið við beiðni LS var ákveðið að fara þess á leit að reglugerðinni yrði breytt þannig að kyrrstæð veiðarfæri (handfæri, lína og net) væru undanþegin hrygningarstoppi frá og með þriðjudeginum 14. apríl. Bent var á að fordæmi frá árinu 2001 (sjá úrklippu úr Morgunblaðinu)