Hugmyndir kynntar um breyttar vigtarreglur, ísprósentu og slægingarstuðla


Fyrr í dag hélt boðaði sjávarútvegs- og
landbúnaðarráðuneytið hagsmunaaðila til kynningarfundar um niðurstöðu starfshóps
um tillögur að breyttum reglum um vigtun. 

Í kynningunni kom m.a. fram hjá Eyþóri Björnssyni
fiskistofustjóra að ætlunin er með breytingunum að lækka kostnað og fækka
áhættuþáttum sem leiða geta til rangrar vigtunar.  Endanleg vigtun mundi fara fram á
hafnarvog.  Fastur frádráttur vegna íss
yrði 4% hjá dagróðrabátum og 6% hjá útilegubátum.

Björn Ævarr Steinarsson sviðsstjóri á Hafrannsóknastofnun
kynnti tillögur stofnunarinnar.  Meðal
þeirra er að úthlutað aflamark yrði miðað við slægðan fisk.  Meginreglan yrði að landa aflanum
slægðum.  Slóghlutfall fyrir þorsk yrði
10%.

Sveinn Margeirsson forstjóri MATÍS lagði áherslu á að
tillögur til breytinga mundu fela í sér aukin gæði.   Hitastigsmælingar á aflanaum ættu t.d. að
vera eðlilegur hluti við löndun. 
Mikilvægt væri að hefja kælingu aflans strax niður að 0°C þannig væri
hægt að tryggja geymslu fisksins í allt að 15 daga.

 

Flestir hagsmunaaðila sem til máls tóku á fundinum
gagnrýndu hugmyndirnar og sögðu þær skref afturábak.

 

Framhald málsins er að hagsmunaaðilar munu skila inn til
sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins skriflegum athugasemdum.