Humarveiðar í Noregi – togarar víkja fyrir smábátum

Smábátar hafa haslað sér völl í veiðum á humri í Noregi.  Hlutfall veiða með gildrum á móti toveiðum hefur snúist við á síðustu 15 árum.  Úr því að vera með 20% hlut í að vera nú komið í 85% af humarveiðinni (tölur frá 25. október).    
 
Ánægjulegt er að segja frá því að báturinn Bajas ber höfuð og herðar yfir aðra í magni, kominn með yfir 30 tonn.   (Fiskerieblaðið)  
 
BAJAS-768x441 (1).png
 Bajas Cleopatra 33 smíðaður í Trefjum í Hafnarfirði.  
 
Bajas er meðal 74 annarra smábáta sem landað hafa meira en einu tonni af humri á árinu.  Greinilegt að humarveiðar eiga framtíð fyrir sér hjá smábátum í Noregi.  Eftirspurn er fyrir hendi og verð gott, enda öllum afla frá þeim landað lifandi.
 
Aflahæstur meðal togara er Tenor, 35 metra langur rækju og bolfisktogari, með rúm 18 tonn. 
 
Á aðalfundi LS voru gildruveiðar á humri ræddar og menn á einu máli um að ef tækist að rétta stofninn við ættu veiðar eingöngu að vera leyfðar með gildrum á smábátum.  
Á fundinum voru trollveiðar á humri gagnrýndar, þær væru barn síns tíma.  Ættu líklega sinn þátt í hvernig komið væri fyrir stofninum. Stofnstærðin væri komin undir varúðamörk og veiðar bannaðar.  

Screenshot 2023-10-30 at 15.44.35 (2).png
Úr skýrslu Hafrannsóknastofnunar desember 2021