Íslenskur sjávarútvegur – kynningarmyndband

Ábyrgar fiskveiðar – Iceland Responsible Fisheries (IRF) hefur gefið út myndband sem ætlað er að veita innsýn í íslenskan sjávarútveg.  Þar er lögð áhersla á framkvæmd fiskveiða við Ísland, ábyrga fiskveiðistjórnun, upprunamerkið og vottunina undir merkjum ICELAND RESPONSIBLE FISHERIES.   Myndbandið er 5 mín á lengd og hægt er að velja milli þriggja tungumála – ensku, spænsku og þýsku.  
Á sömu síðu er einnig hægt að horfa á myndband sem sýnir heimsókn í íslenskt fyrirtæki, viðtöl við framleiðendur á Íslandi og kaupanda á saltfiski á Spáni.