Ívilnandi byggðakvóti

Fiskifréttir hafa að undanförnu fjallað um byggðatengingu aflaheimilda.  Í blaðinu birtist viðtal við Þórodd Bjarnason, stjórnarformann Byggðastofnunar um að steypa saman öllum byggðatengdum aflaúthlutunum, þ.e. byggðakvóta, línuívilnun og strandveiðum.   Kvótann ætti síðan að bjóða upp á frjálsum markaði með þeim skilyrðum að hann yrði tengdur varanlega ákveðnum vinnusóknarsvæðum.
Í Fiskifréttum sem út komu 12. júní sl. var viðtal við Halldór Ármannsson formann LS um hugmyndir stjórnarformannsins.   Fyrirsögn viðtalsins var „Andvígir afnámi strandveiða og línuívilnunar.
Halldór segir strandveiðar gríðarlega mikilvægar fyrir hinar dreifðu byggðir og auðga þar líf með þeim umsvifum sem þeim fylgja yfir sumartímann.  Hann segir að það sama eiga við línuívilnun,  „í kringum beitninguna eru mörg hundruð störf.
Halldór kemur einnig inn á byggðakvótann sem hann segir að eigi að vera nýttan af dagróðrabátum með ívilnandi hætti.
Viðtalið við Halldór:Sjá viðtalið í heild.png