Ívilnun fyrir löndun á fiskmarkaði.

Aðalfundur Eldingar var haldinn á Ísafirði 18. september sl.  Að loknu ávarpi formanns félagsins Kristjáns Torfa Einarssonar var gengið til hefðbundinnar dagskrár.
Við kosningu stjórnar tilkynnti Kristján Torfi að hann gæfi kost á sér í stjórn LS sem fulltrúi Eldingar.  Jafnframt tilkynnti Ketill Elíasson stjórnarmaður í LS að hann mundi ekki sækjast eftir endurkjöri.
Ný stjórn Eldingar er skipuð eftirtöldum
Aðalmenn:
Ketill Elíasson formaður
Kristján Andri Guðjónsson ritari
Þórður Sigurvinsson gjaldkeri
Kristján Torfi Einarsson
Páll Björnsson
Karl Kjartansson
P1090192.jpg
Varamenn 

Sigurður Hjartarson
Óskar Karlsson
Gunnlaugur Gunnlaugsson
Paul Fawcett
Valgeir Ólafsson
Kristján Torfi Einarsson var kjörinn fulltrúi Eldingar í stjórn Landssambands smábátaeigenda.
Fundurinn sendi frá sér fjölmargar tillögur til 32. aðalfundar LS.   Meðal þeirra var gríðarlega umfangsmikil tillaga um byggðakvóta, ívilnun á veiðigjöld þegar landað væri á fiskmarkaði, frjálsar krókaveiðar á uppsjávartegundum, strandveiðar og fjölmörg önnur málefni.