Félag smábátaeigenda á Austurlandi var haldinn á Egilsstöðu 28. september sl. Fundinn sóttu fjölmargir félagsmenn og voru umræður góðar og margar ályktanir samþykktar. Þá lýsti fundurinn sérstöku þakklæti til Jóns Bjarnasonar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra fyrir hans framgöngu til lögfestingar strandveiða.
Meðal tillagna sem samþykktar voru:
- Ekki verði kvikað frá núverandi svæðaskiptingu strandveiða.
- Að sá afli sem ætlaður er til strandveiða verði utan heildaraflamarks þannig að ekki verði skerðing á kvóta annarra.
- Að snurvoðaveiðar verði bannaðar inni á fjörðum.
- Að beitningarvélabátum verði óheimilaðar veiðar innan 3 sjómílna frá ystu annesjum.
- Að gildruveiðar verði ekki heimilaðar inni á fjörðum.
- Að komið verði á frjálsum handfæraveiðum.
- Mótmælt er banni við veiðum á lúðu.
- Að afnema skuli heimildir til endurvigtunar/heimavigtunar
- Mótmælt er öllum hugmyndum til breytinga á slægingarprósentu bolfiska í 10% úr 16% og aðgerðum stjórnvalda til að þvinga dagróðrabáta til að slægja afla um borð í óþökk fiskkaupenda.
- Þess er krafist að fjarskiptamálum verði komið í lag á grunnslóð fyrir Austurlandi og er þá átt við VHF, AIS og GSM samband. Á grunnslóð, innan 3 sjómílna, er mjög stopult og víða alls ekkert fjarskiptasamband á svæðinu frá Glettinganesi suður fyrir Gerpi.
- Krafist er að nú þegar verði aukið við aflaheimildir í þorski um 40 þúsund tonn (210 þúsund tonn)
- Skylt verði að allir bátar séu tryggðir á sjó fyrir tjóni sem þeir velda þriðja aðila líkt og allir bílar eru tryggðir ábyrgðartryggingu í umferðinni.
Dæmi eru um að bátar fái haffæriskírteini en séu einungis með áhafnatryggingu.
- Veiðitími grásleppu verði óbreyttur 50 dagar
- Óheimilt verði að veiða með trolli innan 12 sjómílna fyrir öllu Austurlandi
- Að heimilt verði að róa með tólf fimmhundruð króka línur án þess að heimildir annarra skerðist, þar sem að lágmarki tveir séu í áhöfn.
- Skorað er á 27. aðalfund LS að kjósa þriggja manna nefnd sem hafi það að markmiði að móta í samráði við stjórn og forystu LS tillögur að frjálsum handfæraveiðum, sem verði utan aflahlutdeildarkerfisins og skerði ekki aðra.
Formaður Félags smábátaeigenda á Austurlandi er Ólafur Hallgrímsson