Gengið hefur verið frá breytingum á kjarasamningi Landssambands smábátaeigenda og Starfsgreinasambands Íslands um ákvæðisvinnu við línu og net frá 2. september 2015.
Breytingar sem nú hafa verið gerðar byggja á samkomulagi heildarsamtaka launafólks og Samtökum atvinnulífsins sem undirritað var 21. janúar 2016 og taka til launahækkana og hærra framlagi launagreiðenda í lífeyrissjóð.
- Í stað 8,0% launahækkunar 1. maí 2016 kemur 8,7% hækkun til framkvæmda frá og með 1. janúar 2016.
Framlag í lífeyrissjóð:
- Frá 1. júlí 2016 8,5%
- Frá 1. júlí 2017 10,0%
- Frá 1. júlí 2018 11,5%