Aðalfundur Kletts, félag smábátaeigenda Ólafsfjörður – Tjörnes, var haldinn á Akureyri 30. september sl. Fundurinn var vel sóttur og fjölmörg mál tekin til umræðu og afgreiðslu.
Eðli málsins samkvæmt voru málefni tengd grásleppuveiðum mikið rædd. Fundarmenn voru á einu máli að draga þurfi úr veiðum á næstu vertíð og samþykktu eftirfarandi til aðalfundar LS.
„Aðalfundur Kletts styður framkomnar hugmyndir um fækkun veiðidaga við grásleppuveiðar á næsta ári, enda sé það hluti af aðlögun veiðanna að markaðsaðstæðum í samvinnu við aðrar veiðiþjóðir og stærstu framleiðendur grásleppuhrognakavíars.
Af öðrum málum sem voru mikið rædd á fundinum var erindi stærðarmarkanefnda LS sem kallaði eftir afstöðu félagsins til stærðar krókaaflamarksbáta. Niðurstaða var samþykkt eftirfarandi tillögu til aðalfundar LS:
„Aðalfundur Kletts hafnar alfarið frekari stækkun krókabáta.
Formaður Kletts er Pétur Sigurðsson Árskógssandi.