Krafa LS er að línuívilnun ýsu verði 45%

Á aðalfundi LS var mikið rætt um þau vandræði sem komin eru upp varðandi línuveiðar á ýsu.  Mun meira er af ýsu á miðunum en vænta mátti útfrá tillögu Hafrannsóknastofnunar um heildarafla.  
Hafrannsóknastofnun lagði til að dregið yrði úr afla á yfirstandandi fiskveiðiári um 16 þúsund tonn miðað við árið áður.  Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra varð við tillögum Hafró, lækkunin nam 28%.   
Í ræðu framkvæmdastjóra LS á aðalfundinum kom fram að veiðiheimildir í ýsu í krókaaflamarki væru nú þriðjungi lægri en í fyrr – 3.000 tonn.  Mikið veiddist hins vegar af ýsu þessa dagana og væri hlutfall hennar við þorskveiðar allt að 70%.  Það hefði þær afleiðingar að bátar væru að stöðvast þar sem enga ýsu væri hægt að fá á leigu.  Við samantekt á afla á fyrstu 40 dögum fiskveiðiársins, væri ýsuafli 15% meiri en í fyrra og rúmur fimmtungur heimildanna þegar veiddur.
SCREENSHOT 2019-10-21 AT 17.37.16.png
Aðalfundur sendi frá sér eftirfarandi ályktun vegna þessa:
„Aðalfundur Landssambands smábátaeigenda krefst

þess að línuívilnun í ýsu verði 45% fyrir landbeitningu,

30% við uppstokkun og 15% fyrir vélabáta.



Ákvörðun um leyfilegan heildarafla í ýsu byggist á aflaregla sem miðast við að heildarafli fari ekki umfram 35% af viðmiðunarstofni.  Viðmiðunarstofn í ýsu er skilgreindur útfrá lengd og inniheldur ýsu 45 cm og stærri á ráðgjafarári (framreiknað til 31. janúar 2020).  Tímabilið 2013-2018 var veiðihlutfallið 0,4.  Alþjóðahafrannsóknaráðið komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að það samræmdist ekki varúðarsjónarmiðum og lagði til að hlutfallið yrði lækkað í 0,35 eða um 12%.  Stjórnvöld samþykktu að svo skildi verða næstu 5 árin eða til og með fiskveiðiárinu 2023/2024.  
Ástæða fyrir breyttri aflareglu var að ýsa yrði nú kynþroska eldri og stærri en áður sem orsakaði of lágt hlutfall milli hrygningarstofns og viðmiðunarstofns.    
LS gagnrýndi ákvörðunina, sem m.a. kom fram í grein framkvæmdastjóra sem birtist í Fiskifréttum 20. júní sl.