Það sem af er fiskveiðiárinu hafa krókaaflamarksbátar veitt 9.569 tonn af ýsu, sem jafngildir 25,7% af heildaraflanum. Alls hafa útgerðir bátanna leigt til sín 2.169 tonn úr aflamarkskerfinu sem er svipað hlutfall og udanfarin sex fiskveiðiár.
Í töflu sem hér fylgir er yfirlit um ýsuveiðar krókaaflamarksbáta síðast liðin sex fiskveiðiár og það sem af er þessu ári. Magntölur eru slægðar í tonnum, með viðbótum er átt við sérstaka úthlutun og færslu milli ára.
Í greinargerð Daða Más Kristófersson dósents við Háskóla Íslands og Stefáns B. Gunnlaugssonar lektors við Háskólann á Akureyri, sem atvinnuveganefnd fól að skoða frumvarpið, er sérstaklega fjallað um það atriði frumvarpsins að loka fyrir þennan möguleika. Álit þeirra styður mjög við þennan þátt umsagnar LS þar sem því er harðlega mótmælt að banna framsal frá aflamarksbátum til krókaaflamarksbáta.
Úr greinargerð.pdf Daða og Stefáns