Tölur Fiskistofu staðfesta vel þá miklu ýsugengd sem er á miðum krókaaflamarksbáta. Frá upphafi fiskveiðiársins til 9. desember sl var afli þeirra 4.502 tonn. Aflamagnið er 36% af því sem veiðst hefur af ýsu á tímabilinu. Hvorki togarar né aflamarksskip hafa veitt meira.
Þetta er sérstaklega athyglisvert þegar nánast allir róðrar bátanna eru þorskróðrar og ýsan því eingöngu sem meðafli. Segir sitt um mikla ýsugengd á miðum krókaflamarksbáta.
Ýsuafli krókaaflmarksbáta jafngildir 64% af heildarúthlutun þeirra. Að óbreyttu á því aðeins eftir að veiða rúman þriðjung.