Kuldi hamlar veiðum á Grænlandi

Gríðarlegur kuldi hefur komið í veg fyrir að grænlenskir grásleppukarlar hafi getað hafið veiðar.  Í meðalári hefur veiði hafist 1. apríl og á þessum tíma hafa milli tvö og þrjúþúsund tunnur af grásleppuhrognum verið tilbúnar til útflutnings.  
Enn eru flest veiðisvæði undir 50 – 60 cm þykkum ís og ástandið því ekki björgulegt.   Síðast þegar svipað kuldakast reið yfir árin 2008 og 2009 kom það niður á heildarveiðinni eins og sjá má á meðfylgjandi grafi frá LUROMA 2015.

Screen Shot 2015-04-20 at 10.04.13.jpg
Samkvæmt áreiðanlegum heimildum eru kaupendur sem verslað hafa hrogn á Grænlandi farnir að spyrjast fyrir um hrogn héðan.  Gangi það eftir má búast við meiri eftirspurn og verð kann því að hækka í kjölfar hennar.