Næst komandi föstudag gengst Sendiráð Bandaríkjanna og Blái herinn fyrir árlegum strandhreinsunardegi. Svæðið sem sótt verður heim og hreinsað er Víðisandur, Ölfushreppi á suðurströnd landsins.
Áhugasamir sem staddir eru á höfuðborgarsvæðinu er boðið sæti í rútu sem leggur af stað frá Ráðhúsi Reykjavíkur kl 09:00. Áætluð heimkoma er um kl 14:30.
Fyrir þá sem mæta á einkabílum er ætlunin að hittast kl. 10:00 við Víðisand (GPS hnit: 63° 52.171´N, 21° 45.884´W)
Sendiráðið býður upp á hressingu á staðnum. Þátttakendur eru vinsamlegast beðnir að tilkynna sig sem fyrst á reykjavikprotocol@state.gov
Víðisandur