Leigukvóti – tugaþúsunda tonna samdráttur

Á árabilinu 2004 – 2007 var nægt framboð á þorskkvóta til leigu.  Milli 40 og 50 þús. voru þá flutt milli skipa á ári hverju.  Á hrunárinu 2008 dró hins vegar mjög úr viðskiptum og verð lækkaði mjög skarpt.  Fór á stuttum tíma í aflamarkinu úr 250 kr/kg í 160 og enn neðar í krókaaflamarkinu.  Sömu sögu var að segja að magninu, það dróst mikið saman og fór niður undir 20 þús. tonn.  
Frá þeim tíma fór verðið að stíga allt fram yfir áramótin 2010/2011, þegar það var komið í 330 kr/kg í aflamarkinu, en nokkru lægra í krókaaflamarkinu um 270 kr/kg.  
Magnið hefur hins vegar ekki aukist og náði lágmarki á árinu 2010, þegar einungis 18.800 tonn fóru á milli skipa.