Líf trillukarlsins í Vestmannaeyjum

Georg Eiður Arnarson trillu- og lundakarl í Vestamannaeyjum sendi LS eftirfarandi áramótahugleiðingu.  Georg er eigandi Blíðu VE sem hann gerir út á línu frá Vestmannaeyjum.  
Í pistli sínum segir Georg ágætt ár vera að baki, „þrátt fyrir að tíðarfarið hafi verið frekar erfitt, enda mikið um suðlægar áttir í ár.
Hér er hluti pistilsins. 
Áramót
Um jól og áramót er gott að geta slappað af í faðmi fjölskyldunnar en um leið tími til að skoða árið að baki og það sem er framundan.
Líf trillukarlsins í Vestmannaeyjum í ár hefur verið ágætt, þrátt fyrir að tíðarfarið hafi verið frekar erfitt, enda mikið um suðlægar áttir í ár. Helstu breytingar í sjávarútveginum eru þó fyrst og fremst þær sem tengjast pólitíkinni, en í vor kvaddi hin svokallaða norræna velferðar stjórn sem lofaði miklum breytingum í Íslenskum sjávarútvegi fjórum árum áður, en stóð ekki við neitt í 

Blíða.jpg

þeim málum frekar en öðrum. Við tók ríkisstjórn sjálfstæðis- og framsóknarmanna sem alltaf hafa varið núverandi kvótakerfi. Afrek þeirrar ríkisstjórnar á sínum fyrstu mánuðum eru nú þegar töluverð, saman ber kvótasetning á blálöngu og fleiri tegundum sem engin smábátaútgerð bað um, ekki frekar en stækkun smábáta úr 15 tonnum í 30, að ósk hinna örfárra stærstu en gegn heildarhagsmunum þjóðarinnar. Sorglegast af öllu er þó að horfa upp á minnihluta flokkana á Alþingi sem virðast hafa það eina fram að færa, að skattar verði hækkaðir á útgerðina, sem að sjálfsögðu leysir ekki neitt. Vandamálin eru því óbreytt, sjórinn er fullur af tegundum eins og t.d. ýsu sem enginn má veiða vegna þess að Hafró segir að það sé engin ýsa í sjónum og Fiskistofa kórónar síðan bullið með því að lýsa því yfir, að samkv. nýjustu útreikningum þeirra, þá sé brottkast á fiski á Íslandsmiðum úr sögunni. Margt mætti telja upp, en ég ætla að enda þennan kafla um sjávarútveginn með orðum starfsmanna

Georg.jpg

 Fiskistofu, sem sagði við mig á bryggjunni eftir að kvótasetning á keilu og löngu hafði tekið gildi um 2000:
‘Núverandi kvótakerfi er sennilega eitthvað það skelfilegasta og versta fiskveiðistjórnarkerfi sem nokkurn tímann hefur verið fundið upp, hvað þá unnið eftir.’

Sjá pistil í heild