Lilja Rafney Magnúsdóttir varaþingmaður VG í NV-kjördæmi hefur lagt fram frumvarp um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða (strandveiðar).
Í frumvarpinu er ákvæði sem orðast svo:
„Ráðherra skal tryggja 48 daga ár hvert til strandveiða, 12 daga í mánuði tímabilið maí- ágúst.
Framlag uppsjávarskipa verði 10,3%
Í greinargerð með frumvarpinu segir m.a.:
„Frumvarp þetta er endurflutt. Nýmæli er frá frumvarpi sama efnis sem lagt var fram á 151. löggjafarþingi 2020-2021 (855. mál) að lagt er til að heimildir sem dregnar eru frá leyfilegum heildarafla hverrar tegundar verði aðskildar. Frádráttur á úthlutuðu aflamarki til uppsjávarskipa verði 10,3% í stað 5,3% eins og verið hefur. Þetta er gert til að tryggja enn frekar aðgerðir til eflingar sjávarbyggða, þ.m.t. línuívilnun og strandveiðar og útgerð dagróðrabáta.