Línuívilnun aftur í gildi

Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur undirritað reglugerð um breytingu á reglugerð um línuívilnun.  Með henni tekur línuívilnun aftur gildi í þorski.  Bætt hefur verið við 140 tonnum sem ætti að tryggja ívilnun í tegundinni til loka fiskveiðiársins.