Línuívilnun nýtist vel

Alls hafa 151 bátar nýtt sér línuívilnun það sem af er fiskveiðiárinu.  Lokið er tveimur tímabilum af fjórum og hefur afli verið rétt undir viðmiðun þeirra.   Alls hefur afla báta sem fengið hafa línuívilnun verið landað á 41 útgerðarstað.  Þannig má segja að afar góð dreifing sé á henni.
Þriðja tímabil línuívilnunar hefst 1. mars og bætist mismunur frá fyrri tímabilum við viðminunina.   Viðmiðun í þorski verður um 1.000 tonn, en þar var uppsöfnun 200 tonn og í ýsu bætast 90 tonn við 263 tonna viðmiðun.
Í ýsu hafa 882 tonn verið nýtt til línuívilnunar sem jafngildi 91% nýtingu og í þorsk hafa 2.239 tonn komið til línuívilnunar – 92% nýting.
Þriðja tegundin til línuívilnunar er steinbítur.  Viðmiðun ásamt uppsöfnun á steinbítsvertíðinni sem nú fer í hönd er 530 tonn
Línubali.jpg