Slysavarnaskóli sjómanna hefur orðið við beiðni LS um
námskeiðahald úti á landi. Skólinn mun
heimsækja fjóra staði í febrúar og mars og halda bæði námskeið fyrir þá sem
áður hafa lokið öryggisfræðslu hjá skólanum – endurmenntun og smábátanámskeið.
Dagskráin er eftirfarandi:
Ísafjörður 1. og 2. febrúar
Smábátanámskeið
1. febrúar
Endurmenntun
smábáta 2. febrúar.
Dalvík 3. og 4. febrúar
Smábátanámskeið
3. febrúar
Endurmenntun
smábáta 4. febrúar.
Þórshöfn 1. og 2. mars
Smábátanámskeið
1. mars
Endurmenntun
smábáta 2. mars.
Reyðarfjörður 3. og 4. mars
Smábátanámskeið
3. mars
Endurmenntun
smábáta 4. mars.
Smábátaeigendur eru hvattir til að skrá sig á námskeiðin
með því að senda tölvupóst – saebjorg@landsbjorg.is eða símleiðis s. 562-4884.