Lokunum á grunnslóð aflétt

Reglugerð um tímabundnar lokanir á veiðisvæðum á grunnslóð rann sitt skeið í gær 31. ágúst.  Alls var um 18 svæði að ræða og tóku lokanir til línu og handfæra.  Í átta tilvikum var lokað á veiðar með handfærum.   Reglugerðin var sett á 21. október 2019.
Upphaf málefnisins má rekja til erindis frá Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu frá 5. október 2015.  Í bréfinu tilkynnti ráðherra ákvörðun sína um stofnun vinnuhóps með aðild Hafrannóknastofnunar, Fiskistofu og ráðuneytisins.
Skýrsla starfshópsins fjallaði um faglega heildarendurskoðun á regluverki varðandi notkun veiðarfæra, veiðisvæða og verndunarsvæða á Íslandsmiðum.  Hópurinn skilaði lokaskýrslu þann 5. september 2018 og hafði þá starfað í heil þrjú ár.  
LS skilaði inn umsögn Samráðsgátt þann 6. janúar 2016 og við skýrsludrög hópsins þann 11. desember 2017, auk þess veittu svæðisfélög LS umsagnir.   
Hér má sjá umfjöllun um málefnið.