Landssamband smábátaeigenda hefur sent erindi til Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra þar sem hún er hvött til að setja viðbótarheimildir á loðnu á tilboðsmarkað Fiskistofu. Óskað verði eftir þorski í skiptum fyrir loðnu.
Eins og fram kom hjá matvælaráðherra ollu slakar heimtur á þorski í skiptum fyrir loðnu þann 16. desember sl. því að þorskveiðiheimildir til strandveiða voru skertar um 2.600 tonn miðað við afla á sl. ári. LS telur að hér sé tækifæri sem ráðherra eigi hiklaust að nýta sér.