Loðnan og flottrollið

Í Fiskifréttum sem út komu 15. desember sl. birtist grein eftir Örn Pálsson.   

Fyrirsögn.png

Örn spyr hvort flottrollið 

sé áhættunnar virði.

Á árinu 2021 nam útflutningsverðmæti loðnu 24,3 milljörðum  Á bakvið þá tölu voru 42 þúsund tonn, meðalverð á hvert kílógram 578 Kr/kg.  Til samanburðar voru sambærilegar tölur fyrir þorsk 132 milljarðar, 141 þúsund tonn og 938 Kr/kg.


Útflutningsverðmæti loðnu á fyrstu þremur ársfjórðungum ársins voru 19,3 milljarðar, á bakvið það stóðu 446 þúsund tonn.  Sambærilegar tölur yfir sama tímabil árið 2021 voru 71 þúsund tonn og 8,2 milljarðar.  Eins og sést á tölunum er himinn og haf á milli verðs á hvert kíló.  Annars vegar 43 krónur í ár og hins vegar 115 krónur í fyrra.  Velti fyrir mér hvort ekki ætti að íhuga e-a stýringu á veiðunum m.t.t. verðmæta.  Jafnframt að hafa í huga hversu mikilvæg fæða loðnan er fyrir þorsk.  

Screenshot 2022-12-20 at 21.43.18.png




Dræm veiði í nótina flottrollið leyft

Útgefnar heimildir í fyrra voru um 870 þúsund tonn.  Bjartsýni ríkti en öllum á óvart voru veiðar arfaslakar í nótina.  Ráðherra var upplýstur um stöðuna sem forstjóri Síldarvinnslunnar lýsti þannig í Austurfréttum:


„Við erum vissir um að við værum að veiða loðnu ef við fengjum að nota trollin.  Menn telja sig sjá eitthvað af loðnu en hún er ekki komin nógu langt upp til að nótin nái niður á hana.


Ráðherra leitaði til Hafrannsóknastofnunar og í umsögn til ráðherra kom fram að stofnunin væri ekki andvíg tímabundnum veiðum með flotvörpu á afmörkuðu svæði.  Svæðið tæki mið af því að þar hafi ekki fundist ungloðna í haustleiðangrinum. Jafnframt var rifjað upp að svæðatakmörkun um flotvörpuveiðar hafi verið sett til að koma í veg fyrir veiðar á ungloðnu og meðafla sem og að koma í veg fyrir afföll loðnu vegna möskvasmuga.  


Flottrollsveiðar á loðnu voru heimilaðar frá 1. desember – 15. febrúar, í tvo og hálfan mánuð.


Mælingarnar

Mæling haust 2021

Hrygningarstofn

Leyfilegur afli

Fjöldi ókynþroska

2021 Hafró

1 833 þús tonn

869 600 tonn

146 milljarðar

2022 Hafró / ICES

1 632 þús tonn*

800 000 tonn*

130 milljarðar

*áætlun ÖP

Aðilar gátu því búist við tveimur metvertíðum í röð.  

Afli 2021/2022 688 539 tonn


Mæling haust 2022

Hrygningarstofn

Leyfilegur afli

eins og tveggja ára

2022 Hafró

    762 600 tonn

218 400 tonn

  41 milljarðar

Þegar núgildandi tölur blasa við standa sjómenn á gati.  Brýnt er að fá svör frá sérfræðingum Hafrannsóknastofnunar og Alþjóðahafrannsóknaráðsins við:

 

Hvað fór úrskeiðis?
Hvaða áhrif hafði gengdarlaus notkun flottrolls í tvo og hálfan mánuð?
Hvað varð um alla ungloðnuna?  
Smaug hún um möskva og drapst?

Fleiri en LS uggandi yfir flottrollinu

Landssamband smábátaeigenda hefur allt frá upphafi veiða á loðnu með flottrolli haft af því áhyggjur.  Bent var á í fyrrahaust að ekki hefði verið veitt með flottrolli í þrjú ár sem skilaði sér í stærsta stofni sem mælst hefði í áratugi.  


Þannig að lesendur fái það ekki á tilfinninguna að LS sé eitt um skoðanir sínar varðandi flottrollið skal tekið fram að forstjóri Vinnslustöðvarinnar lýsti því yfir á fundinum „Auðlindin okkar í Vestmannaeyjum að hann væri andvígur notkun þess.  Jafnframt hafa skipstjórar sem stundað hafa loðnuveiðar lýst áhyggjum sínum.


„Við skulum líka vona að það verði minna trollað í ár og nótinni kastað oftar

„Það er mjög þægilegt að veiða með trolli en trollveiðar eru ekki góðar fyrir loðnustofninn, það get ég fullyrt.  Loðnan er þannig fiskur að trollið hefur ekki góð áhrif á göngumynstrið þegar hún kemur upp að landinu.  Hún dreifist og trollið drepur meira af loðnu en það veiðir.  


Úr viðtali Fiskifrétta við Jón Axelsson skipstjóra á Sigurði VE. 



Hafrannsóknastofnun ber að taka tillit til sjónarmiða þeirra sem hafa áratuga reynslu þegar ákvörðun sem ekki er byggð á niðurstöðum rannsókna er tekin.  Ekki síst þegar það er staðfest að afföll geta verið mikil vegna möskvasmuga.  

Örn Pálsson framkvæmdastjóri

Landssambands smábátaeigenda