Nk. þriðjudag hefur LS verið boðað á fund atvinnuveganefndar Alþingis þar sem farið verður yfir sjónarmið félagsins um þau tvö frumvörp sem nefndin hefur til umfjöllunar. Greint var frá frumvörpunum hér á heimasíðunni 10. júní.
Fyrsta umræða um frumvörpin fór fram 11. júní sl. Auk sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra tóku þátt í umræðunni:
Kristján L. Möller
Lilja Rafney Magnúsdóttir
Páll Jóhann Pálsson
Jón Gunnarsson
Að lokinni umræðunni var samþykkt að vísa málinu til meðferðar í atvinnuveganefnd.