LS fundar með Atvinnuveganefnd Alþingis

Í kjölfar fundar LS með sjávarútvegsráðherra sl. miðvikudag var ákveðið að óska eftir fundi með Atvinnuveganefnd Alþingis.   Í bréfi sem formanni nefndarinnar, Jóni Gunnarssyni, var sent kom fram að LS áformaði að upplýsa nefndina um þá erfiðleika sem steðjuðu að útgerð krókaaflamarksbáta.  Þeir fælust í stórauknum útgerðarkostnaði við þorskveiðar vegna ónægra veiðiheimilda í ýsu.
LS lagði áherslu á að til fundarins yrði boðað sem fyrst þar sem málefnið þyldi enga bið og brýnt að ræða um fyrirsjáanlega erfiðleika.
Fundurinn hefur nú verið boðaður á morgun – þriðjudag – og verður opinn fjölmiðlum þar sem farið verður yfir stöðuna í sjávarútveginum með hagsmunaaðilum.