LS fundar með atvinnveganefnd Alþingis

Landssamband smábátaeigenda fundaði með atvinnuveganefnd Alþingis sl. föstudag.  Á fundinum gerði LS grein fyrir umsögnum sínum við frumvarp til laga um stjórn fiskveiða og veiðigjöld.
Umsagnir félagsins voru báðar ítarlegar og tók sú sem fjallaði um fiskveiðisstjórnunarfrumvarpið tók á flestum greinum þess.
Varðandi veiðigjöld þá leggur LS til í umsögn sinni að í stað veiðigjalds sem tekur mið af þeim útreikningum sem lagðir eru til í frumvarpinu verði greiðsla fyrir afnotin tekin í gegnum tekjuskatt hvers og eins sem leyfi hefur til nýtingar.  Þannig verði álag reiknað á tekjuskatt allra þeirra sem leyfi hafa til að nýta náttúruauðlindir sem eru í eigu þjóðarinnar.  Kostir þessarar aðferðar eru margir, þessir helstir:
Notast verður við þekkta aðferð, ekki sé verið að búa til nýtt skattaumhverfi með upptöku 
        nýs skatts. 
Sams konar aðferð fyrir alla hvort sem gengið er um landið, klifin fjöll, veiddur fiskur, orka      
        framleidd osfrv.
Að komið verði í veg fyrir að veiðigjald greiði niður tekjuskatt þeirra sem hann greiða í dag 
        sem er augljós mismunun.
Aðferðin tekur mið af stöðu hvers og eins leyfishafa.
LS vakti í umsögn sinni athygli nefndarinnar á sérstöðu krókaaflamarksbáta og sagði hana kalla á sérstakan gjaldflokk fyrir þá.  Einnig beindi LS athygli nefndarinnar að umhverfissjónarmiðum, að tekið yrði tillit til þeirra við álagningu veiðigjalds og að gjaldstofn verði endurskoðaður.