LS fundar með matvælaráðherra

 
Nýjustu tölur um afla strandveiðibáta benda til að ef aflaviðmiðun verður ekki aukin verða strandveiðar stöðvaðar nokkru fyrr en á síðasta ári.  Þorskafli síðustu þrjá daga var alls 1.015 tonn.  Að lokinni löndun í gær 26. júní losar þorskafli strandveiðibáta 7.566 tonn.pdf.
 
 
Fimmtudaginn 22. júní fundaði LS með Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra.  Á fundinum óskuðu forsvarsmenn LS eftir að ráðherra kæmi í veg fyrir ótímabæra stöðvun strandveiða. Útfrá laganna bókstaf verður það vart gert með öðrum hætti en að ráðherra hækki aflaviðmiðun.  Ráðherra óskaði eftir formlegu erindi frá LS um málefnið sem nú er til skoðunar í matvælaráðuneytinu.
 
 
Meðal þess sem fram kemur í bréfinu.pdf er að strandveiðar varða hagsmuni u.þ.b. eitt þúsund aðila.
230627 logo_LS á vef.jpg