LS hefur skilað inn athugasemdum í samráðsgátt um grásleppuveiðar. Umsögnin er í tveimur liðum
Fyrri hlutinn fjallar um áfangaskýrslu grásleppuhóps 2020 (vinnuhópur).
Þar kemur m.a. fram gagnrýni á vinnubrögð vinnuhópsins. Dæmi þar um er:
„Í skýrslunni kemur fram að hópurinn hafi fjallað um hlutdeildarsetningu grásleppu og verið sammála um að hún mundi auka sveigjanleika sjómanna í skipulagi veiða og við það væri líklegt að þeir gætu fremur sneitt hjá óæskilegum meðafla. Það verður að teljast einkennilegt að hópurinn hafi ekki einnig tekist á við hvort það sama mundi gilda í sóknarstýringu ef heimilt yrði að gera hlé á veiðum með því að taka upp net og sá tími væri utan veiðitíma.
Í síðari hluta umsagnarinnar er fjallað um sjálfa reglugerðina. Kröfur eru gerðar um breytingar sem flestar lúta að óbreyttri reglugerð frá sl. ári.
Meðal þeirra eru:
- Veiðunum verði svæðaskipt eins og verið hefur frá upphafi
- Upphaf veiða verið 20. mars í stað 1. mars eins og lagt er til
- Tryggt verði að meðafli leiði ekki til kostnaðar eða veiðistöðvunar
- Ekki verði hróflað við heildarlengd neta
- Hægt verði að gera hlé á veiðum vegna mikils meðafla eða fyrirsjáanlegs óveðurs án þess að það skerði veiðitíma.