LS leggur til 25 daga á grásleppu

Landssamband smábátaeigenda (LS) hefur fjallað um erindi matvælaráðuneytisins dagsett 4. apríl sl.  Í því leitar ráðuneytið eftir áliti LS á því, hvort ástæða sé til að breyta leyfilegum dagafjölda frá því sem fram kemur í reglugerð um hrognkelsaveiðar árið 2022, að leyfi hvers báts skuli vera 25 samfelldir dagar.
Niðurstaða fundar grásleppunefndar LS sem haldinn var í gær 5. apríl er að ákvæði reglugerðar um fjölda daga skuli verða óbreytt.
Í bréfi LS til ráðuneytisins um stöðu veiða kom m.a. fram að afli í lok 16. dags á yfirstandandi vertíð er nokkru meiri en á sama tíma í fyrra.  Einkum er það þátttaka í veiðunum sem þar hefur áhrif.   Alls 59 bátar byrjaðir í ár á móti 49 í fyrra.  
Búist er við að matvælaráðuneytið taki ákvörðun um fjölda veiðidaga á vertíðinni á næstu dögum.  
Unknown (1) copy 4.jpg