Makríll – mestu landað í Ólafsvík

Makrílveiðar smábáta hafa nú staðið yfir í einn mánuð.  Gríðarlegur áhugi er fyrir veiðunum sem marka má af að alls hefur 91 bátur hafið veiðar.  
Til þessa hefur veiðin aðallega verið við Snæfellsnes og útifyrir Keflavík.  Þegar staðan var tekin fyrr í dag var aflinn kominn í 2.115 tonn.  Aflahæsti báturinn var Brynja SH með 86 tonn.
Mestu hefur verið landað í Ólafsvík 754 tonnum.  Aðrir staðir sem tekið hafa á móti meiru en 100 tonnum eru Keflavík, Rif, Arnarstapi, Sandgerði og Grindavík.
Tölur unnar upp úr vef Fiskistofu