Reglugerð um ráðstöfun 2.000 tonna viðbótaraflaheimilda í makríl á árinu 2016 hefur verið birt í Stjórnartíðindum.
Samkvæmt henni nær úthlutunin til báta sem eru styttri en 15 metrar að mestu lengd og minni en 30 brúttótonn að stærð. Þeir sem hafa veiðileyfi með aflamarki eða krókaaflamarki geta fengið úthlutað allt að 20 tonn í senn.
LS fagnar sérstaklega reglugerðinni og vonar að hún verði til þess að fleiri bátar geti tekið þátt í veiðunum, auk þess sem hægt verði að veiða að fullu þau 10 þús. tonn sem smábátar hafa heimild til að veiða á yfirstandandi vertíð.
Alls hafa 47 smábátar hafið makrílveiðar og er aflinn kominn í 5.794 tonn.