Makríllinn að nálgast 22 milljarða

Útflutningsverðmæti makríls á fyrstu 11 mánuðum sl. árs nam alls 21,6 milljarði sem er um 1,9 milljörðum meir en á sama tímabili 2013. 
Meðalverð hefur lækkað um 5% á milli ára sem er minna en búast mátti við þegar horft er til efnahagsástands á okkar stærsta markaði Rússlandi.  Hlutdeild Rússa í heildarmagni útflutningsins er nú 31% en var 38% á árinu 2013.
Heildarmagn útflutnings á tímabilinu losar 119 þús. tonn sem er 15% aukning frá 2013.
Unnið upp úr gögnum frá Hagstofu Íslands