Makrílveiði smábáta virðist ætla að teygja sig lengra inn í september heldur en menn áttu von á. Það kemur á óvart þar sem sjór er nú orðinn kaldari en á sama tíma og í fyrra. Þetta vekur vonir um að makríllinn veiðist til loka vertíðarinnar sem sett hefur verið á 20. september.
Alls eru 15 bátar komnir með afla yfir 100 tonn og alls 98 bátar sem virkjað hafa makrílleyfin. Aflahæsti báturinn Brynja SH er kominn með 173 tonn.
Sjá nánar lista yfir aflann.pdf.