Matvælaráðherra áformar kvótasetningu á grásleppu

Í Samráðsgátt stjórnvalda er nú öðru sinni með mánaðar millibili tilkynnt að matvælaráðherra áformi frumvarp um breytingar á lögum um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands (veiðistjórn grásleppu).  Tilkynning þessa efnis hafði verið tekin úr Samráðsgátt, en birtist nú aftur.
Verði væntanlegt frumvarp að lögum verður frá og með árinu 2014 óheimilt að stunda veiðar á grásleppu nema hafa til þess kvóta (aflamark) sem ákvarðast af aflahlutdeild viðkomandi báts.  
230109 Grásleppumynd.jpg
Á upplýsingablaði.pdf frá Matvælaráðuneytinu kemur m.a. fram að: „veiðistjórn grásleppu hefur sætt gagnrýni fyrir að vera ómarkviss og ófyrirsjáanleg og hafa ókostir kerfisins komið vel í ljós síðustu ár
 
Breytingunni er ætlað að bregðast við þessu:  „auka fyrirsjáanleika við veiðarnar, tryggja betur sjálfbærni og markvissari veiðar.
Frumvarp sama efnis var lagt fram sem stjórnarfrumvarp af Kristjáni Þór Júlíussyni fv. sjávarútvegsráðherra þann 16. desember 2020.  Að lokinni 1. umræðu var það afgreitt til atvinnuveganefndar þar sem það fékk ekki afgreiðslu.
   
Landssambandi smábátaeigenda kemur það því á óvart að matvælaráðherra skuli nú taka ákvörðun um sams konar breytingar sem ekki fengust samþykktar fyrir tveimur árum.  
Áætlað er að frumvarpið verði lagt fram á Alþingi í febrúar næstkomandi, en umsagnarfrestur í Samráðsgátt er til 2. febrúar.  
230109 logo_LS á vef.jpg