Meðaltalið 36 tonn af grásleppu

Fiskistofa hefur birt yfirlit yfir grásleppuveiðarnar á yfirstandandi vertíð og borið saman við sama tíma í fyrra.  Þar kemur m.a. fram að nú hefur veiðst 1607 tonn af grásleppu sem er 138% milli ára.
Á lista yfir 10 aflahæstu bátana er Sæborgin NS Vopnafirði efst með 46,3 tonn og Finni NS Bakkafirði næstur með 45,4 tonn.  Alls hafa 10 aflahæstu bátarnir veitt 357 tonn (65 tunnur) það sem af er vertíð eða 36 tonn að meðaltali.  Á vertíðinni 2014 var meðaltalið 16 tonn.