Nú styttist óðum í að grásleppuvertíðin hefjist. Enn hefur enginn hafið veiðar en leyfilegt var að byrja á G-svæðinu 1. mars, við Reykjanes sunnan Garðskaga.
Eins og komið hefur fram byrja veiðar á flestum svæðum 15. mars.
Eins og gengur eru grásleppukarlar farnir að spá í hvernig veiðin verður á vertíðinni. Fjölmargar vísbendingar eru þar um sem flestar byggja á hvort vart hafi verið við hana á miðunum og hvernig rauðmagaveiðar hafa gengið. Einnig eru til aðrar viðmiðanir sem taka mið af veðurfari og snjóalögum. Hér skal vitnað til viðtals sem birtist í vikublaðinu Degi 16. maí 1983. Þar er rætt við Húsvíkinginn Helga Héðinsson um grásleppuvertíðina. „Þetta er annað árið í röð sem grásleppan bregst., sem dæmi um hversu veiðin var léleg segir Helgi að síðustu fimm dagar hefðu gefið 79 grásleppur í 17 net eða minna en eitt stykki í netið. Í greininni er þess getið að þennan sunnudagsmorgun þegar viðtalið var tekið hafi jörð verið alhvít, þoka og súld.
Sjá nánar: „Hringferð um líkið á bryggjunni
Það sem af er fiksveiðiárinu hefur 11 tonnum verið landað af rauðmaga og 13 af grásleppu, en á sama tíma í fyrra voru tölurnar 6 af rauðmaga og 11 af grásleppu.