Meira af ýsu í Húnaflóa

Nýlokið er árlegri stofnmælingu Hafrannsóknastofnunar á rækju á grunnslóð vestan- og norðanlands.  Niðurstöður leiðangursins sýndu að rækjustofnar fyrir Norðurlandi í Húnaflóa, Skagafirði og Axarfirði eru enn í mikilli lægð.
Í Ísafjarðardjúpi mældist stofnvísitala rækju í meðallagi, en í  Arnarfirði var hún undir meðallagi.
Á grundvelli mælinganna hefur Hafrannsóknastofnun lagt til að heimilaðar verði rækjuveiðar í Arnarfirði og Ísafjarðardjúpi.
Í leiðangrinum var einnig mældur allur aukaafli.  Niðurstaða þeirra mælinga eru að mikið var af þorki og ýsu á Ísafjarðardjúpi þó magnið sé aðeins minna en á síðastliðnum árum.  Sömu sögu er að segja af mælingum fyrir Norðurlandi fyrir utan að meira mældist af ýsu í Húnaflóa. 
Ýsumælingar í Húnaflóa eru í samræmi við upplifun smábátaeigenda sem þar hafa róið í haust.