Hér með er vakin athygli á eftirfarandi tilkynningu Fiskistofu:
„Í 3. mgr. 11. gr. reglugerðar nr. 669-20-4, um veiðar í atvinnuskyni fiskveiðiárið 2004-20-5, er kveðið á um frest til flutnings aflahlutdeilda milli skipa.
Samkvæmt ofangreindu reglugerðarákvæði verða umsóknir um staðfestingu Fiskistofu á flutningi aflahlutdeilda og krókaaflahlutdeilda milli skipa, ásamt fullnægjandi fylgigögnum, að hafa borist Fiskistofu eigi síðar en 31. júlí 2005 , eigi flutningurinn að hafa áhrif á úthlutun fiskveiðiársins 2005-20-6.
Þá þurfa umsóknir um flutning réttar til úthlutunar skv. 9. gr. a í lögum nr. 38-19-0, um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum, (3-0-0 tonna pottur), ásamt fullnægjandi fylgigögnum að hafa borist Fiskistofu eigi síðar en 31. júlí 2005 , eigi flutningurinn að hafa áhrif á úthlutun fiskveiðiársins 2005-20-6.
Umsóknir um flutning báta á milli veiðikerfa þurfa einnig að hafa borist Fiskistofu fyrir sama tíma.“