Mikill áhugi fyrir strandveiðunum

Fyrsti dagur strandveiða var í dag 2. maí.  Samkvæmt upplýsingum frá Fiskistofu höfðu 464 leyfi verið gefin út sem er nokkru meira en á sama tíma í fyrra.   Af því má merkja að áhugi fyrir veiðunum er mikill og ætla menn greinilega að nýta þann tíma vel sem stunda má veiðarnar.
Flestir kjósa að veiða á svæði A 215, 115 hafa leyfi á svæði D, 70 á C og 64 á B svæðinu.
Alls hafa strandveiðibátar heimild til að veiða 8.600 tonn, þar af 2.375 tonn nú í maí.  
Aflaheimildunum er útdeilt á hin fjögur veiðisvæði með eftirfarandi hætti:
A svæði 2.860 tonn þar af í maí 715 tonn
B svæði 2.036 tonn þar af í maí 509 tonn
C svæði 2.204 tonn þar af í maí 551 tonn 
D svæði 1.500 tonn þar af í maí 600 tonn